9.3.2008 | 14:34
Þarf enginn að taka ábyrgð ?
Ég er búinn að vera að spá í það undanfarið, er fólk sem vinnur hjá því opinbera algerlega
ábyrgðarlaust gagnvart öllu sem það kann að gera þar ?
Hvernig stendur á því að enginn virðist vera ábyrgur fyrir því peninga sukki sem átti sér stað
við byggingu nýrrar stúku og skrifstofubyggingar knattspyrnusambandsins á Laugardalsvelli ?
Kjörnir borgarfulltrúar benda á hvorn annan og neita ábyrgð.
Það er verið að tala um heilar 600 miljónir fram úr áætlun og enginn ber ábyrgð.
Er hægt að treysta þessum kjörnu borgarfulltrúum sem haga sér svona ? Mitt svar er nei ?
Eins er þetta mál með Grímseyjarferjuna, verður enginn dreginn til ábyrgðar þar ?
Þetta er alveg stórkostlegt að menn geti farið svo óvarlega með skattpeninga þessa lands,
án þess að bera nokkra ábyrgð.
Það hlýtur að vera krafa þegna þessa lands að sannleikurinn komi í ljós og menn beri ábyrgð
á gjörðum sínum. Þetta eru engir smá peningar sem er verið að tala um.
Bara í þessum tveimur dæmum erum við að tala um að 1 miljarð sem hefur flogið út um gluggann.
Og mönnum sem eiga að gæta skattpeningana okkar virðist vera nokkuð sama.
En þá kemur spurningin hver passar skattpeningana okkar ? það virðist engin gera það.
Það hefði verið hægt að gera mikið fyrir 1 miljarð það er ekki spurning.
Svo segja þessir aðilar alltaf " við verðum bara að læra af mistökunum." Það er gott að læra
en menn verða líka að taka ábyrgð á gjörðum sínum.
Athugasemdir
Það er landlægur sjúkdómur hér sem heitir Ábyrgðarleysi. Einkenni hans eru.... Ekki benda á mig ég vissi af vandanum, en nennti ekki að gera neitt í málinu.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.3.2008 kl. 14:41
Sæl Margrét.
Þetta er alveg hárrétt hjá þér.
Jens Sigurjónsson, 9.3.2008 kl. 15:09
Sæll Hrafnkell.
Ég tek undir þetta með þér. Orðið ÁBYRGÐ virðist ekki vera til hjá því opinbera.
Jens Sigurjónsson, 9.3.2008 kl. 18:02
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll Jenni.
Ég er alveg sammála þér.
Þetta er óþolandi
Þetta er virkilega vitlaust kerfi.
Topparnir mega allt en
ef okkur verður á er allt vitlaust.
Sá innlegg frá þér hjá Guðsteini og ég fékk hláturskast.
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.3.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.