Er hvalkjötið umhverfisvænt ?

whale_cartoon

Jæja nú segir í skýrslu Norðurheimskautssamtakanna að neysla hvalkjöts valdi minni

losun gróðurhúsalofttegunda en neysla annars kjöts.

Það er til dæmis sagt í skýrslunni, "Það magn gróðurhúsalofttegunda sem ein nautakjöts-

máltíð losar jafnast á við átta hvalkjötsmáltíðir."

Ef þetta er staðreynd, er þá nokkuð annað fyrir fólk að ýta kjúklingakjöti, svínakjöti og svo

nautakjötinu til hliðar og borða hvalinn ef okkur er annt um plánetuna okkar ?

Jæja er þá ekki bara að riðhreinsa gömlu hvalskutlana og fara að veiða hval ?

Ekki verða svokallaðir náttúruverndarsinnar á móti því. Jú vilja ekki allir bjarga heiminum ?

En sennilega verða bændur ekki ánægðir ef allir verða farnir að elda hvalkjöt í stórum stíl.

funny_whale


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður. Ekki veitir af að grisja og skjóta hval. Það er búið að vera jólahátíð hjá þeim of lengi á meðan fólk hefur ekkert að gera í fiskvinnslu vegna kvótaskerðingar og kvótaskerðingar. Ein af örsökum að það mælist minna af þorski er auðvita að hvalurinn þarf að éta og éta. Alltaf jól hjá hvalnum. Þvílík lið sem stjórnar hér á Íslandi að hafa ekki barist fyrir þessu af fullri hörku. Svo þarf að ná Paul Watson og setja hann í fangelsi á Svalbarða. Las þessa tillögu um Watson hjá Sigga Þórðar bloggvini mínum

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.3.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

 Góð hugmynd Rósa að senda karlinn í fangelsi á Svalbarða.

Jens Sigurjónsson, 9.3.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband