23.12.2007 | 17:59
Græðgi.
Mel B.
Kryddpían Mel B. sýndi svo sannarlega sitt innra eðli þegar hún kom fram á tónleikum
í London á dögunum.
Ég sá frétt á New of the world þar sem segir að Mel B hafi tekið 10.000 pund eða rúma
miljón kr fyrir að syngja tvö jólalög fyrir dauðvona börn.
Samkoma þessi var haldin í Selfridges í London, en það voru góðgerðarsamtökin
Make a wish foundation, en það eru samtök aðstandenda barna með ólæknandi sjúkdóma.
Formaður samtakana var mjög sár út í Mel B og sagði að listamenn tækju venjulega ekkert
fyrir að gleðja börnin fyrir jólin.
Ég missti allt álit á þessari manneskju eftir að hafa heyrt þessa frétt.
Það virðast engin takmörk vera á græðgi hennar svo mikið er víst, ég held að þetta verði
henni ekki til uppdráttar í framtíðinni.
Allavega er þetta frétt um harðbrjósta manneskju sem getur ekkert gefið af sér,
því ef hún getur ekki gefið af sér til dauðvona barna, hvað getur hún gefið þá ?
Hún er ekki með hinn eina og sanna jólaanda svo mikið er víst.
Athugasemdir
Sæll Elli.
þú byrjar á hægri smella á myndina ferð í properties og í adress og segir copi.
síðan á stjórnborðinu ferðu í myndir þar ferðu í slóð næst mynd til dæmis af netinu þá á slóð og
paste og síðast áfram.
Jens Sigurjónsson, 23.12.2007 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.