13.12.2007 | 16:32
Réttindi samkynhneigðra fyrr á öldum.
Ég var að lesa blaðið Sagan Öll sem er frábært blað.
Þar segir að Allan Tulchin sagnfræðingur haldi því fram að í Frakklandi á miðöldum
hafi verið gerðir opinberir samningar, sem voru kallaðir "affrerement". sem má þýða "bræðralag"
Þennan samning gátu tveir einstaklingar af sama kyni gert.
Og samkvæmt samningnum lofuðu þeir að eyða lífinu saman.
Og nutu þeir þá sömu réttinda og hjón.
En Tulchin vill lóka meina að orðið "affrerement hafi verið notað um kynmök samkynhneigðra
á þessum tímum.
Jæja Frakkar hafa byrjað snemma að viðurkenna og virða samband samkynhneigðra.
Er ekki bara best að gera þetta svona og sleppa kirkjunni ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.