Farið varlega.

istockphoto_513492_vector_crazy_driver

Núna er umferðin þung á þjóðvegum landsins, allir að koma heim eftir vonandi vel heppnað helgarfrí. En farið varlega og ekki láta næsta ökumann fara í taugarnar á ykkur því þá er fjandinn laus og slysin á næsta leiti.

Við höfum öll  heyrt fréttir og sögur um ökumenn sem misst hafa vitið í umferðinni, flautað, rifið í hár sitt og sýnt alls kyns dónalega tilburði með fingurkveðjum og hótanir með hnefum og jafnvel berja stýri og mælaborð. þessir ökumenn sem eru í slíku hugarangri eru eins og tifandi tímasprengjur.

Látið ekki skapið fara með ykkur í ógöngur, þið eruð jafnvel með fjölskylduna ykkar í bílnum og í næstu bifreið er kannski hamingjusöm fjölskylda á ferð. Ekki eyðileggja líf ykkar og annarra vegna æsings við stýrið. Það er eins hættulegt að vera í vondu skapi við stýrið og að vera drukkin.

Ekki láta einhvern ökufant fara í skapið á þér, vertu honum frekar góð fyrirmynd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband