24.6.2007 | 14:28
Jónsmessa.
Jónsmessudöggin.
Í dag er Jónsmessa messa Jóhannesar skýrara. Jónsmessunótt er ein af fjórum mögnuđustu nóttum ársins, ţjóđtrúin segir ađ ţá tali kýr og selir fari úr hömum sínum. Og Jónsmessudöggin ţykir hafa mikinn mátt til lćkninga og velta menn sér í henni allsberir. Vonandi hafa einhverjir fengiđ betri heilsu eftir nóttina, ţar ađ segja ef menn hafa velgt sér upp úr dögginni.
Jóhannes skýrari og Jesús.
Jónsmessa er fćđingarhátíđ Jóhannesar skýrara. Dagsetning Jónsmessu má rekja til ákvörđunar Rómarkirkjunnar ađ halda skyldi upp á fćđingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skýrara á fornum sólstöđuhátíđum, á stysta og lengsta degi ársins á norđur hveli jarđar. Samkvćmt Bíblíunni fćddist Jóhannes um ţađ bil sex mánuđum á undan Jesú. Ađ Jesú er fćddur í svartasta skammdeginu og sólarganginn tekur ađ lengjast er mjög táknrćnt fyrir ţá von sem Jesú fćrir mannkyninu samkvćmt kristinni trúfrćđi. Og ţá er fćđing Jóhannesar mjög vel tímasett ţegar sólargangur er lengstur.
Júlíus Sesar.
Ţegar Júlíanska tímabilinu var komiđ á í Rómarveldi á 1. öld f. kr., héldu Rómverjar upp á 24. júní sem lengsta dag ársins. ţađ tímabil lá til grundvallar ákvörđunar Rómarkirkjunnar nokkrum öldum síđar ađ messudag Jóhannesar skýrara bćri upp á ţann dag. Menn vissu ekki ţá ađ stjörnufrćđin ćtti eftir síđar eftir ađ fćra sumarsólhvörf fram um ţrjá daga, Jónsmessa ber ţví ekki upp á lengsta dag ársins frekar en Jólin ţann stysta.
Athugasemdir
Ţađ var Jónsmessuhátíđ á Eyrarbakka í gćrkvöldi, ég bara gleymdi henni. Ćtlađi allavega ađ fara á brennuna, kannski ekki ađ velta mér...en hver veit hvađ mađur hefđi gert???
Rúna Guđfinnsdóttir, 24.6.2007 kl. 14:42
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.