19.6.2007 | 13:55
Áfram stelpur.
Til hamingju með daginn stelpur.
"Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur." Sagði George Orwell. Og það var alveg rétt hjá honum og þannig er það í dag og kemur til með að vera því miður um ókomin ár. Öll erum við borgarar á þessari jörð, Öll komin af sama blóði. En samt hötum við fólk því það fæddist í öðru landi og talar annað tungumál og kannski ekki með sömu skoðanir og við eða hefur ekki sama hörundslit og við. Vonandi kemur sá dagur að orðið jafnrétti standi undir nafni á öllum stöðum.
Það hlýtur að koma að því að samfélagið líti meira á höfuðið en kynferði, og meira á dugnað og vilja en nöfnin.
Áfram stelpur.
Málum bæinn bleikan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir þetta, þótt ég sé sein að kvitta við
Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.6.2007 kl. 15:59
Flott færsla hjá þér og falleg rós.
Svava frá Strandbergi , 22.6.2007 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.