Omega farin að freista fólki eins og sá með hornin.

omegal1

Omega selur blessun Guðs.

Það er ekkert smá vald sem sjónvarpstjóri Omega telur sig hafa. Hann lofar fólki nýjum bílum, nýju húsi, hærri bankainnistæðu semsagt gulli og grænum skógum ef þú gefur sjónvarpstöðinni pening. Þetta gerir hann í nafni Guðs. Dómkirkjuprestinum finnst þetta ósmekklegt og dapurlegt, það finnst mér líka.

"Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munið finna. Knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða."Matteusarguðspjall 7:8   Þetta segir Jesús Kristur sjálfur. Hann talar ekkert um að við þurfum að borga þriðja aðila fyrir með peningum til að hlustað verði á bænir okkar í himnasölunum.

En Jesús Kristur varar okkur aftur á móti við svona vörgum sem þykjast vera spámenn, og segir.  "Varist falsspámennina. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar."  Matteusarguðspjall 7:15.

Mér finnst þetta svo mikil lákúra af sjónvarpstjóranum að senda út svona bréf, og selja blessun Guðs. Hann er að halda því fram að það sé nóg að moka peningum í Omega þá séu allir vegir færir. Nóg af lífsins gæðum. Selur hann ekki næst syndaaflausn þannig að maður verður öruggur með sæti hjá himnaríki. Nei maðurinn á að hafa vit á því að skammast sín og það allverulega. Við sem erum kristin vitum að svona gengur þetta ekki fyrir sig.

Ég hef heyrt um náunga sem bauð Jesú öll lífsins gæði. En hann var með horn og hala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hræsnararnir eru víða það er sko pottþétt

Kveðja, Ella

Ella (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 09:16

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Það er spurning Erlingur

Jens Sigurjónsson, 19.6.2007 kl. 12:01

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég las þetta í DV. og hugsaði með mér þeir á DV hljóta að vera að ljúga uppá kallgreyið. Ég næ ekki Omega svo ég er ekki dómbær um þessa stöð, en aftur á móti næ ég 10 erlendum kristilegum stöðvum og því miður er einstaka kennsla sem passar ekki við mína Biblíu. Verst finnst mér holy laughter og toronto blessing. En ég er aftur á móti ánægð með margt frá Joyce Myer og tala nú ekki um Billy Graham

Guðrún Sæmundsdóttir, 19.6.2007 kl. 20:38

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Guðrún það eru margir ágætir þættir á Omega, og þessi sjónvarpstöð á fullann rétt á sér. En svona gera menn ekki eins og sjónvarpstjórinn var að gera með þessu bréfi.

Jens Sigurjónsson, 19.6.2007 kl. 21:44

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Jens, Eirúkur Fjalar skaut sig í fótinn í þetta skiptið !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.6.2007 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband