Erlend börn hafa forgang í leikskóla.

php6xlUpj_w

Nú er staðan sú í Hafnarfirði að dæmi eru um að börn Íslenskra foreldra fái ekki pláss fyrir börnin sín á leikskóla. Vegna þess að erlend börn ganga fyrir.  Fræðslustjóri Hafnarfjarðar Magnús Baldursson telur það æskilegt að börn af erlendum uppruna komist strax í leikskólann. Hann segir að það séu ákveðnar reglur um forgang, börn af erlendum uppruna og börn einstæðra foreldra hafi forgang.

Hvað er eiginlega í gangi segi ég nú bara ? Eru Íslensk börn orðin annarflokks í sínu eigin landi gagnvart þeim innfluttu ? Er þetta leiðin til að slökkva á rasismanum með því að mismuna orðið börnum okkar ? Ég skil ekki þessa stefnu.

 Það getur verið gott að erlent barn komist sem fyrst í leikskóla til að aðlagast nýju landi. En að setja það í forgang nær ekki nokkru átt. Íslensku foreldrarnir eru búnir að vera borga skatta og skyldur í samfélagið og eiga ekki skilið að vera sett í annan flokk gagnvart innflytjendum.

 Mér finnst þessi innflytjenda pólitík komin út í bull og vitleysu. Hún er bara orðin til þess að etja saman heimamönnum og innflytjendum, sem endar þá bara í tómu bulli.

Hvenær geta allir verið við sama borð í þessu landi ? Ég bara spyr.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband