Ökuníðingar.

Maður finnur ekki orðið lengur til með fólki sem er að slasa sig á mótorhjólum. Stór partur af ökumönnum bifhjóla eru ökuníðingar af verstu sort. Það er alltaf sagt að því miður séu svartir sauðir inn á milli en upp til hópa séu þetta fyrirmyndar ökumenn sem eru á hjólunum. Þessu er ég ekki sammála,  þetta er öfugt, það eru margir svartir en MJÖG fáir til fyrirmyndar. Það er mikið af hjólum á götum borgarinnar í dag og það er alveg skelfilegt að sjá hvernig fólkið á hjólunum hagar sér í umferðinni. Heimskan virðis oft á tíðum vera takmarkalaus. Það verður að taka þessa ökufanta úr umferðinni. Til fyrirmyndar eru ökumenn bifhjóla ekki. Þeir eru flestir til skammar.


mbl.is Ökumaður bifhjóls hálsbrotnaði er hann ók aftan á bifreið í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Erlingur. Bull og vanþekking segir þú og talar líka um að bifhjólamenn séu misskildir og það sé þess vegna sem þeir eru stimplaðir ökufantar. Því miður Erlingur er staðan sú að svörtu sauðirnir eru orðnir ansi margir í hópi bifhjólamanna. það er alveg svakalegt að sjá hér daglega á götum borgarinnar bifhjól á ofsahraða, mér finnst þetta fara versnandi því miður.

Jens Sigurjónsson, 11.6.2007 kl. 11:55

2 identicon

Oftast eru þetta venjulegir borgarar, sem eru að öllu jöfnu löghlýðnir.  Hvernig stendur þá á þessari hegðun þegar stigið er á bak kraftmiklu "Racer" hjóli.  Skoðum smá staðreyndir: 

Nýtt Racer hjól.

1 gír: 160 km/klst  1.-5. sek
2 gír: 196  km/klst 5.- 10. sek.
3 gír: 225  km/klst 10.-17 sek.
4 gír: 250 km/klst  17.-25. sek.
5 gír: 280  km/klst  25.-35 sek.
6 gír: 300km/klst + 35-....

Tíminn er áætlaður, en ekki fjarri lagi.  Freistingin er vissulega innan augnabliks færis, fyrir vanan hjólara. Það er ástæðan. 

Jónas Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 22:04

3 identicon

Ég held að það hljóti að vera að þið séuð í einhverri annari umferð en ég.

Ég keyri mikið um götur höfuðborgarsvæðisins, bæði á hjóli og á bíl vinnu minnar vegna og ég verð ekki var við þennan stöðuga ofsaakstur mótorhjólanna.

Þvert á móti finnst mér þeir upp til hópa vera til fyrirmyndar, annað en ansi margir ökumenn bifreiða á sama svæði.

Það er einmitt eitt sem að mér finnst ég hafa fengið við að taka mótorhjólapróf og farið að hjóla sjálfur og það er að ég er farinn að horfa á umferðina allt öðrum augum. Og sú sjón sem að blasir við mér er ekki falleg. Tillitsleysi ökumanna (og þá á ég ekki við hjólafólk) gagnvart öðrum vegfarendum, hvort sem þeir eru á bílum, hjólum, reiðhjólum eða fótgangandi, er oft á tíðum alveg skelfilegt. 

Það er landlægur vandi að stefnuljós virðast vera biluð í nánast öllum bílum landsins (annað hvort það eða að stórlega vantar upp á að kenna notkun þeirra). Vegir sem að eru með fleiri en einni akrein í hvora átt eru oftar en ekki notaðar sem svigbrautir og má stundum þakka fyrir að stórslys hljótist ekki af þegar að bílar skipta á milli akreina í bullandi traffík og það oftast nær án þess að gefa nokkur merki um ætlun sína. Hæfilegt bil milli bíla virðist vera eitthvað ofan á brauð því að oft og iðulega lendir maður í því að vera með einhvern asna gjörsamlega í rassgatinu og oft eru þeir svo nálægt að maður getir talið nasahárin í þeim.

Og svona mætti lengi telja. Menn ættu að líta pínulítið í eigin barm áður en fordæmingar heilu hópanna byrjar. Ekki dettur mér í hug að setja þennan stimpil ökuníðingsins á alla bílaeigendur á landinu þó svo að vissulega sé alltof stór hópur þeirra sem að mætti bæta aksturslag sitt. Ég má eflaust bæta eitthvað í mínu aksturslagi, hvort sem er á bíl eða hjóli, þó svo að ég telji mig vera nokkuð góðan og löghlýðinn ökumann. Og ég er nokkuð viss um að þú megir gera það líka Jens.

neddi (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 23:04

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll neddi. Já maður getur alltaf bætt sig það er alveg rétt. Ég er sammála þér að umferðin hér á landi er að verða alveg skelfileg. Já það virðist vera að við séum ekki að keyra sömu göturnar ef þú tekur ekki eftir hjólunum á hröðu ferðinni.

Jens Sigurjónsson, 12.6.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband