5.6.2007 | 23:45
Magnað sauðfjárkyn í Færeyjum.
Færeyingar eru mjög stoltir af sínu sauðfjárkyni og hampa því víða. það er til að mynda á allskonar merkjum og skjöldum.
Nokkur fyrirtæki nota sauðkindina á sín firmamerki, hrúturinn á bjórflöskum frá Föreyja bjór er sennilega þekktastur.
Nú sauðkindin er á tíu króna seðlinum hjá þeim.
Það er bratt í hinum fögru eyjum, svo það hlýtur að vera erfitt fyrir kindurnar að fóta sig.
Þetta er algeng sjón, að sjá kindurnar á beit í hlíðunum.
En í Færeyjum eru tvö sauðfjárkyn. Annað er með lengri vinstri lappir og snýr þá alltaf hægri hliðinni upp í hlíðina, hitt kynið er með lengri hægri lappir og snýr þá vinstri hliðinni upp í hlíðina. Þannig gengur annað kynið alltaf réttsælis um eyjuna sem það er á beit í, en hitt kynið alltaf rangsælis. Þetta er auðvitað margra alda aðlögun hjá færeyska sauðfjárkyninu. En Færeyingar verða alltaf að passa það að þessi kyn blandist ekki því þá gæti komið fé með jafnlangar lappir sem er ekki gott.
Hér er hún blessunin.
Takið nú ekki bullið í mér alvarlega.
Athugasemdir
Takk takk, þetta er fínt fyrir svefninn, þá sofnar maður með bros á vör.
Rúna Guðfinnsdóttir, 6.6.2007 kl. 01:31
Mér sýnist þetta vera sama eða svipað kyn og á Íslandi.
Svava frá Strandbergi , 6.6.2007 kl. 08:50
Líst vel á færeyskt fé. Hvernig er skerpukjöt verkað?
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.6.2007 kl. 20:23
það er sett í smá saltpækill og síðan hengt upp og þurkað.
Jens Sigurjónsson, 6.6.2007 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.