Hver á þorskinn í sjónum ?

cod

Ég rakst á lítið rit upp í hillu hjá mér, það er eftir Jónas Gíslason, vígslubiskup : Var það gefið út árið 1996 og var það tileinkað íbúum Súðavíkur og Flateyrar - sem og þeim, er unnu að björgunarstarfi þar á árinu 1995 eftir snjóflóðin miklu. Í þessu litla riti eru fáein þankabrot sem biskupinn er að velta fyrir sér. þar á meðal hver á þorskinn í sjónum ? Hér kemur smá sýnishorn.

 

Hver á þorskinn í sjónum ?

" Íslendingar deila oft um, hver eigi fiskinn í sjónum og margir vilja helga sér ákveðinn kvóta. Hver hefur gefið okkur þorskinn í sjónum umhverfis Ísland ? Ég hef aldrei séð gjafabréf frá skaparanum stílað á okkur. Hefur þú séð það ? En ég hef séð og lesið í helgri bók, að skaparinn hafi falið okkur - öllu mannkyni - ábyrgð á því að fara vel með auðævi jarðar, sem auðvitað eru ætluð öllum mönnum jafnt - við erum aðeins ráðsmenn hans yfir þeim hlutanum, sem er umhverfis landið okkar - eignarétturinn er hans - ekki okkar.  Og við verðum spurð um ráðsmennsku yfir þorskinum. Hræddur er ég um, að hér sé sekt okkar mikil - græðgi okkar og eigingirni ganga oft úr hófi fram.  Ég játa hlutdeild mína í þeirri sekt. - Fyrirgef mér - Drottinn Guð ! Fyrirgef mér eigingirni mína. Fyrirgef Íslenskri þjóð."

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svartinaggur

Tja, mér þykir vígslubiskupinn fara mikinn að dæma heila þjóð seka af þessu sjúka kvótasukki. Og hans hlutdeild... hann á kannski hlut í útgerðarfyrirtæki - eða nýbúinn að selja kvóta?

Svartinaggur, 4.6.2007 kl. 22:39

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Ætli klerkur sé nú ekki að meina það að þjóðin kaus, þetta fólk á þing sem breitti lögum þannig að spilling varð lögleg og sjálfsögð í sjávarútveg Íslands. 

Jens Sigurjónsson, 5.6.2007 kl. 10:01

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sammála Jónasi Gíslasyni. Ég er alin upp á Flateyri, og næ því ekki hvernig staða mála er þar í dag. Fiskveiðisstjórnunin þar sem fáir ríkir aðilar græða á sameign þjóðarinnar  er djöfullegt.

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.6.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband