3.6.2007 | 12:43
Sjómannadagurinn á Akureyri.
Nú er sambúðin á milli útgerða og Sjómannafélags Eyjafjarðar orðin ansi slæm. Útgerðafélögin á svæðinu vilja ekki lengur styrkja sjómennina til að halda sjómannadaginn hátíðlegan. Þetta er mjög leiðinlegt mál, Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan árið 1939, svo þetta er sorglegt að útgerðin snúi nú baki við sjómönnum sínum á hátíðardegi þeirra. En auðvitað gera sjómenn og fjölskyldur þeirra sér dagamun.
En er ekki kominn tími til að skoða hvað er í gangi milli útgerða og sjómannafélagsins ? Jú það held ég svo sannarlega. Auðvitað á að ríkja trúnaður og vinátta þarna á milli. Ef komin er upp kergja á milli forustu félagsins við útgerðarmenn á að laga það strax. Hefur forusta sjómannafélagsins ekki verið of lengi við borðið ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.