Hryðjuverkamenn boða komu sína til landsins.

 

Hryðjuverkamenn boða komu sína til landsins.

bilde?Site=XZ&Date=20070521&Category=FRETTIR01&ArtNo=70521068&Ref=AR&MaxW=260&MaxH=190&NoBorder=1

Paul Watson.

Hin svo kölluðu náttúruverndarsamtök Sea Sheppard hafa boðað komu sína hingað til lands

og ætla sér að koma í veg fyrir hvalveiðar hér við landið. Þessi vinarlegu samtök segjast

gera hvað sem er til að koma í veg fyrir veiðarnar"það verða RAGNARÖK" segja þessir

friðsælu náttúruverndarsinnar sem segjast í hinni setningunni aldrei beita ofbeldi.

Ekki vantar hrokann í höfðingjann í þessum samtökum hinn eina og sanna Paul Watson hann

segist nú ekki óttast landhelgisgæsluna Íslensku því sú Sovéska hafi ekki ráðið við samtökin.

Semsagt öflugur her á leiðinni.

Watson segir að flaggskip samtakanna Farley Mowat verði notað til að sigla á hvalskipin og

þau skip sem reyna að stöðva aðgerðir samtakanna.

Þessi Náttúruverndarsamtök komu hingað fyrir rúmum tuttugu árum síðan og sökktu hvalbátum

í Reykjavíkurhöfn og unnu spellvirki í Hvalstöðinni í Hvalfirði.

Ég vona að þessar hetjur fái sömu mótökur og þeir fengu á sínum tíma hjá frændum okkar

Færeyingum hérna um árið. Enda hefur herra Watson ekki mikið viljað ræða þá bjarmalansför.

Það er mjög skondið að þessi samtök titli sig sem NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK.

Hvað er Al - Kæda þá ?

Er Osama Bin Laden ekki af sama sauðahúsi og Paul Watson ?

Nei ég bara spyr.

Ég vil að þetta pakk fá óblíðar mótökur við komuna hingað í landhelgi Íslands í þessum ófriðar

leiðangri sínum, þetta pakk hefur boðað ofbeldi hér og er að hóta íslendingum Ragnarökum

vonandi sína yfirvöld ákveðni í þessu máli því þetta er graf alvarlegt.

Eða hringja í Færeyingana og láta þá taka í lurginn á þessu pakki þeir bera ekki virðingu fyrir

svona samtökum og kunna að meðhöndla þau.

Nú sýnum við heiminum að hryðjuverkasamtök komast ekki upp með neitt múður hér við land.

Og stoppum Paul Watson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband