Viðey að vakna ?

 1

Viðey

Þær ánægjulegu fréttir hafa nú borist að menningar og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar hafa

ráðið Hvalaskoðun ehf. til að taka við ferju og veitingarrekstri í Viðey.

Ekki veitti af að hressa aðeins upp á starfsemina í Viðey, sem hefur verið mjög léleg í mörg ár.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ekkert er gert til að auðvelda ferðamönnum og okkur

landanum að komast út í eyju, og þá líka af hverju ekki sé reynt að hressa upp á starfsemi í

eyjunni sem á jú nokkuð merka sögu.

En í sumar verður vonandi gaman því ferðir ferjunnar verða tíðar og á góðu verði einnig heyrði

ég að hægt sé að taka rútu úr miðbænum í sundahöfnina þaðan sem ferjan fer.

Svo sér Múlakaffi um að bjóða uppá þjóðlegan og góðan mat.

Það verður skemmtileg sumardagskrá í eyjunni í allt sumar, og vonandi mun fólk skella sér út í

eyju og njóta þess að vera í þessar perlu sem Viðey er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband