9.5.2007 | 16:17
Kosningarskrifstofur í ráðuneytunum.
Það er alveg með ólíkindum hvað framsóknar höfðingjarnir eru liprir með pennana upp á síðkastið.
Félagsmálaráðherra er búinn að skrifa upp fjóra stóra samninga á síðustu tveimur mánuðum.
Og samanlagður kostnaður þeirra hljóðar upp á 450 miljónir króna.
Á sama tíma í fyrra var enginn samningur gerður.
Heilbrigðisráðherra er aðeins fjörugri með pennann og er búinn að skrifa upp á sex stóra samninga
á síðustu tveimur mánuðum, og er samanlagður kostnaður þeirra 837 miljónir króna.
Á sama tíma í fyrra var enginn samningur gerður.
Þessi verkefni hjá ráðherrunum eru örugglega góð og gild það er ekki málið.
Heldur þessi einkennilega tímasetning á undirritun samninga og tilkynningum um hin góðu verk
ráðherrana. Væri nú ekki munur ef þetta væri frekar jafnt og þétt allt kjörtímabilið ?
Sumir segja að þeir séu að taka til í skúffunum, og fundið þar þessi ókláruðu verkefni.
Ekki virkar það traustvekjandi á mig að það þurfi alltaf hreingerningar á skrifstofum ráðuneytanna
fyrir kosningar, til að ráðherrarnir fylgi málum eftir og klári þau.
Nei svona eyðslufyllerí ráðherra rétt fyrir kosningar eiga ekki að eiga sér stað, þetta eru trúverðug
vinnubrögð það sjá allir í gegnum slíka pólitík. (skóflustungupólitík).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.