Danir rotta sig saman.

Spanien_187448c

Um 35 þúsund danir búa á suður Spáni.

Danska fríblaðið 24timer, birti í blaðinu nýja rannsókn sem sem Breskur félagsfræðingur að nafni

Karen O´Reilly, gerði um danska innflytjendur á suður Spáni þar sem 35 þúsund danir búa í dag.

Þar kemur fram að danir gera það nákvæmlega sama og þeir eru að gagrýna innflytjendur í

Danmörku fyrir að gera, þar að segja rotta sig saman og mynda lítil samfélög.

Karen sagði að mjög sláandi hve stór hluti danana á Spáni er úr öllum tengslum við samfélagið.

Og aðeins fimm prósent þeirra talar Spænsku.

Þeir virðast halda sig alveg útaf fyrir sig, eru með Danska kirkju, Danska leikskóla, Danska hjúkrun,

Danskar búðir, Danska útvarpstöð svona mætti lengi telja.

Þeir kjósa ekki í sveitastjórnar kostningum þó þeir eigi rétt á því, heldur mæta þeir á litla fundi

þar sem þeir ráða ráðum sínum.

 

Íslendingar á Spáni.

Á Costa Blanca svæðinu á Spáni eru margir Íslendingar, og er hegðun þeirra aleg eins og hjá

frændum okkar dana.

Íslendingarnir eru mest við og í borginni Torrevieja og svo í smábæ sem heitir La Marina.

Báðir staðirnir eru rétt sunnan við Alicante.

Íslendingarnir eru eins og danirnir mjög mikið sér og hittast vikulega á smá fundum þar sem

menn fara yfir hlutina, þar hjálpast menn að og skiftast á upplýsingum sem koma að gagni.

Á þessu svæði búa mikið að Bretum og Norðmönnun eru þeir með sín eigin samfélög

Semsagt kirkjur,tannlæknar,læknar,iðnaðarmenn,ferðaskrifstofur,leikskóla,skóla,útvarpsrásir,

dagblöð,bílasölur,verslanir að öllum gerðum,fasteignarsölur, og svo margt fleira.

Við Íslendingarnir höfum hallað okkur mikið að frændum okkar Norðmönnum á svæðinu og einnig

Bretum sem eru með þjónustu á öllu sem á þarf að halda.

 

Picture 489

Íslendingar í messu í Norskri kirkju í Torrevieja.

Þar hefur Íslenskur prestur messað í nokkum sinnum á ári.

 

Þetta er sennilega í öllum löndum heimsins að innflytjenur rotti sig saman og myndi smá samfélög.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband