Engin megrun í dag.

115672_yr_feature

Megrunarlaus dagur.

Vá loksins dagur fyrir mig hugsaði ég og brosti út að eyrum, og varð mjög kátur.

Jú ég var að enda við að kveikja á sjónvarpinu og koma mér fyrir í sófanum til að

horfa á fréttirnar, með rjúkandi pizzu,brauðstangir og auðvitað coke cola með.

En samt með smá móral yfir þessu fæði hjá mér þegar fréttin kom, þessi yndislega frétt.

"Í dag er megrunarlaus dagur." Sagði fréttaþulurinn, fyrst hélt ég að þulurinn væri að djóka.

Nei svo var ekki honum var víst alvara, ég hafði aldrei heyrt um þennan dag áður.

Þannig að ég borðaði pizzuna og drakk coke með, í dag er megrunarlaus dagur og ekki

ástæða til að vera með móral út í valið á fæðunni sem ég var að innbyrða.

Ég var svo glaður yfir deginum að ég ákvað að fá mér ís á eftir og hvað annað en duglega af

sósu líka.

Hefði ég bara vitað strax í morgun um þenna dag, vá vá þá hefði nú verið veisla í lagi.

Hver er svo að segja að aldrei komi ánægjulegar fréttir ?

 

Það var Mary Evans Young fyrrum sjálfsveltisjúklingur sem stofnaði international no diet day.

Það gerði hún árið 1992 til að vekja athygli á skaðlegum áhrifum á útlitsdýrkun.

Dagurinn hefur síðan verið alþjóðlegur baráttudagur, þetta er í annað sinn sem dagurinn er

haldinn hér á landi.

 

Eitt er víst að eftir ár ætla ég að vakna þennan dag og hugsa með mér SKÍTT MEÐ KÍLÓIN.

Eða bíddu nú við geri ég það kannski ekki bara alla daga ?

 

Eggert Ólafsson sagði eitt sinn: "Ef þú étur ekki smér eða það sem matur er dugur allur drepst í þér, danskur Íslendingur!

Saltkjöt og baunir túkall.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband