Skipstjóraskóli fyrir stórskip.

corneliusMaersk

Ég sá og heyrði í fréttunum í kvöld viðtal við Þorstein Már Baldvinsson forstjóra Samherja.

Hann kom með þá frábæru hugmynd að stofna skipstjóraskóla stórskipa og yrði skólinn

í samstarfi við Háskólann á Akureyri og og útgerða við Eyjafjörð.

Þetta er mjög góð og spennandi hugmynd í sjálfu sér, en hvað með Fjöltækniskólann ?

Ég undrast að Fjöltækniskólinn sýni þessu ekki meiri áhuga, því að ekki er að verða spennandi

fyrir unga menn að sækja stýrimannanám í dag ef menn ætla eingöngu að sigla hér við land.

Ekki er að verða um auðugann garð að gresja í fiskiskipaflotanum og ekki eru kaupskipin til

staðar.

Þannig að  hugmynd Þorsteins er mjög góð, og vonandi verður hún að veruleika sem allra fyrst.

Og Akureyri er með Sjávarútvegsháskólann og þá er skipstjóraskóli stórskipa vel settur á Akureyri.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég held að íslendingar séu búnir að gleyma tengingunni við sjóinn.  Auðvitað verður þjóðin að bjóða uppá bestu menntun í allri sjómennsku sem hægt er að fá.  Afkoma þjóðarinnar verður ekki til í bönkum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.5.2007 kl. 22:53

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Rétt er það Guðrún.

Og við verðum að viðhalda og auka þekkingu okkar í öllum fræðum sem tengjast hafinu. við erum jú eyland.

Jens Sigurjónsson, 5.5.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband