12.8.2010 | 14:57
Gæðaeftirlit í rusli ?
Undarleg var fréttin hjá RUV þar sem áróðursmeistari LÍÚ Guðmundur Kristjánsson forstjóri hjá útgerðarfyrirtækinu Brim kvartar sáran yfir lélegum gæðum strandveiðifisks.
Svona er fréttin.
Hluti af þeim strandveiðifiski sem Brim hf hefur í sumar unnið fyrir markaði í Evrópu hefur reynst ónýt vara. Þetta segir forstjóri Brims og spyr hvort það sé virkilega vilji stjórnvalda að fara mörg ár aftur í tímann í gæðum og rekjanleika á íslenskum sjávarafurðum.
Strandveiðum lauk í gær og voru um 740 bátar í þessu kerfi í sumar. Vegna skerðingar á kvóta á yfirstandandi fiskveiðiári þurfti Brim hf. að róa á önnur mið til þess að halda uppi vinnslu í sumar í frystihúsi félagsins á Akureyri og verða þar með við óskum kaupenda á ferskum fiski á mörkuðum í Evrópu.
Í því skyni voru keypt á fjórða hundrað tonn af afla strandveiðibáta á fiskmörkuðum. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims segir að þótt hluti af þessum fiski hafi litið þokkalega út hér heima, hafi annað komið í ljós þegar hann kom á borð neytenda ytra.
Guðmundur segir að kvartanir hafi borist vegna þessa og fyrirtækinu þyki miður að hafa selt ónýta vöru úr landi. En við þetta verði ekki ráðið nú og endurskoða þurfi afstöðu fyrirtækisins fyrir næsta sumar.
Svakalegur áfellisdómur yfir gæðaeftirliti Brims.
Þessi fiskur sem Guðmundur er að tala um fór allur í gegnum fiskmarkað, og þar eiga kaupendur að geta greint hvort fiskurinn sé í lagi eða ekki.
Og það er ekki í lagi með gæðaeftirlit sem lætur ónýtan fisk fara í gegnum fiskvinnsluna og síðan alla leið á erlendan markað. Það er alveg svakalegt að vita til þess ef rétt er að lélegt og jafnvel ónýtt hráefni geti farið í gegnum vinnslukerfi Brims eins og ekkert sé. Það er fyrirtækinu til háborinnar SKAMMAR ef svo er.
Ef að Brim lætur vítavert kæruleysi viðgangast í sínum gæðamálum, getur það skemmt markaðina fyrir öðrum og jafnvel eyðilagt þá.
Guðmundur taktu til í þínum garði fyrst.Það virðist greinilega ekki veita af.
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Sammála þér með innra eftirlit hjá Byr. Vona að Guðmundur fái skilaboðin frá þér. hann þarf greinilega að taka til í garðinum sínum.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2010 kl. 18:43
Sæl Rósa mín.
Já ég skil er menn sjá bara flísina en ekki bjálkann.
Held að Guðmundur ætti að lesa frétt DV í dag:
Áttatíu tonnum af makríl var landað beint í bræðslu úr ísfirsktogaranum Ásbirni RE 50 á Akranes. Ástæðan var að þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við hann þar sem ekki hefur tekist að finna kaupendur.
Er nokkuð skrítið þó Evrópubandalagið og norðmenn fallist hendur.
En svona er þetta Rósa mín, ekki er öll vitleysan eins svo mikið er víst.
Guð blessi þig og þína.
Kveðja / Jenni
Jens Sigurjónsson, 12.8.2010 kl. 22:43
Ha ha þetta átti að vera Já en ég skil EKKI er menn sjá bara flísina en ekki bjálkann.
Jens Sigurjónsson, 12.8.2010 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.