Helgustu fiskimiðum heimsins lokað.

 jesus11The-Fisherman-Posters

Nú er stefnt að því að banna allar fiskveiðar á helgustu fiskimiðum veraldarsögunnar, Galíleuvatn þar sem Jesús gekk og postularnir fiskuðu forðum. Nú er svo komið að það er nánast enginn fiskur eftir í vatninu og það sem veiðist er nánast bara smáfiskur. Það hefur verið lítil sem engin stjórnun á veiðum í vatninu í gegnum tíðina. En nú hafa Ísraelsk stjórnvöld ákveðið að snúa við blaðinu og banna allar veiðar í vatninu í það minnsta næstu tvö árin. Um 200 fiskimenn hafa haft viðurværi sitt af vatninu síðustu árin, Galíleuvatn er stærsta vatn Ísraels


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ekki gekk Jesú svo langt í að ofveiða þar!

Guðmundur Júlíusson, 14.5.2010 kl. 20:20

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

nei rétt er það.

Jens Sigurjónsson, 14.5.2010 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband