12.5.2010 | 02:47
Mesta bankarán sögunar.
Eru þetta mestu bankaræningjar sögunnar ?
Jón Ásgeir Jóhannesson, Ingibjörg Pálmadóttir, Pálmi Haraldsson, Þorsteinn Jónsson, Lárus Welding, Jón Sigurðsson og Hannes Smárason Já og ekki má gleyma Pricewaterhousecoopers sem var endurskoðandi Glitnis á þessum tíma og er einnig stefnt fyrir meintan hlut í svikunum.
Það á auðvitað eftir að koma í ljós. En þetta eru engar smá ákærur, ákærð fyrir að hrifsa til sín völdin yfir bankanum og hreinsa síðan allt úr bankanum eða um 260 miljarða sem þau notuðu síðan í sína eigin þágu, og skildu bankann eftir alslausan.
Þegar Seðlabankinn þjóðnýtti Glitni þá varð vitringurinn Jón Ásgeir snarvitlaus og fór hamförum í fjölmiðlum og úthúðaði Davíð Oddsyni meðal annars og kallaði þjóðnýtinguna mesta bankarán sögunar.
En nú er heldur betur komið í ljós hverir eru hinir einu og sönnu bankaræningjarnir. En Jón Ásgeir laug engu um það að þetta var stærsta bankarán sögunar.
Hugsanlega er líka um skattsvik að ræða sem eru tekin mjög alvarlega í USA.
Nú eru þau skötuhjú Jón Ásgeir og Ingibjörg víst á leiðinni til LA á næstu dögum í boði 365 miðla, sennilega verður þetta lið sett í járn um leið og þau koma á Ameríska grund. Og ef þau verða fundin sek um þessar ákærur sem þau eru ákærð fyrir þá verða þau að dúsa í fangelsum þar ytra í nokkra áratugi.En sennilegt er nú að þetta lið hafi ekki kjark til að fara í þessa LA reisu.
Nú undanfarið hafa stjórnendur Arion/ Kaupþing eða hvað þetta heitir nú aftur, endilega viljað að Bónusliðið stjórnaði áfram verslunarkeðjunum hérna heima. Ætli bankamennirnir fari nú ekki að sjá það að Bónusfjölskyldan er nú ekki heppilegasti aðilinn til að sjá um verslunar batteríið.
En svona í lokin hvað ætli Bubbi verndarengill Bónusmanna hafi um þetta mál að segja ?
Höfða mál gegn Jóni Ásgeiri og tengdum aðilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Sennilega fengju þau að dúsa í fangelsi í Bandaríkjunum lengur en ef þau tækju út sinn dóm hér því við erum svo lin í flestum dómsmálum s.s. hvítflibbabrotum og kynferðisafbrotadómum.
Þau þurfa að taka út sinn dóm en það hlakkar ekkert í mér yfir því. Þetta hafa þau því miður unnið fyrir sjálf.
Guði sé lof að við erum öll jöfn frammi fyrir Guði og ég vona að sumir láti af hrokanum og biðji almáttugan Guð að hjálpa sér.
Guð veri með þér
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2010 kl. 22:13
Satt segirðu Rósa. Ég held að margir áttu nú að fara að biðja Guð að hjálpa sér og leita eftir fyrirgefningu hjá honum.
Jens Sigurjónsson, 13.5.2010 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.