Gamla góða gosið.

CanadaDryGorila

Gömlu góðu gosdrykkirnir.

Ég var að velta fyrir mér hvað margir góðir gosdrykkir hafa horfið af sjónarsviðinu, og að nú er allt komið í plast og eitthvað svo óaðlaðandi. Glerflöskurnar voru svo svipsterkar margar hverjar og drykkurinn í þeim öðlaðist ákveðinn ódauðleika, það var allt annar sjarmi yfir gosinu hér áður fyrr.

Nokkrir gamlir og góðir.

Morgan Cream Soda "rjómagos" framleitt af Efnagerð Akureyrar síðar Sana, þessi magnaði drykkur var framleiddur frá fimmta áratugnum fram á þann áttunda. Sinalco Þýski bindindisdrykkurinn en Sinalco erembotelladoramadrilenavig stytting á Sine Alcahole, sem er latína fyrir án alkóhóls. Sinalco er elsti gosdrykkur Evrópu, framleiðsla á honum hófst 1902 en hann kom til Íslands 1954 þegar Egils hóf framleiðslu á honum. Þessi drykkur er enn til, en uppskriftinni var breytt og nú er hann mikið súrari og smakkast mikið verr. Valash sætur og góður appelsínudrykkur frá Akureyri. Miranda var annar ljúfur appelsínudrykkur. Mix var blandaður ávaxtadrykkur sem kom einnig frá Akureyri. Fanta var appelsínudrykkur sem kom frá Vífilfelli árið 1976 og varð mjög vinsæll. Egils Appelsín var þó toppurinn af öllum appelsínudrykkjunum Egils sinalco-minolux-c-1961Appelsín er elsti alíslenski gosdrykkurinn sem enn er framleiddur en Egill byrjaði að framleiða þetta gæða appelsín árið 1955. 7 up var mjög vinsæll drykkur. Hi-spot var í harðri samkeppni við 7 up en það var drykkur sem kom frá Canada dry. Póló var glær og mjög bragðmikill drykkur frá Sanitas. Pommac eplagos frá ölgerðinni var framleitt á 7. áratugnum. Qhinine Water mjög rammur drykkur frá 7. áratugnum þessi drykkur var nánast 7Uplogooldeingöngu notaður í bland. Og almennt kallaður "Drottningarhland".Ginger ale var annar drykkur frá Canada Dry sem var vinsæll í bland. Fresca var vinsælt og kom á markað 1967. Spur Cola er cola drykkur frá Canada Dry og eru glerflöskurnar ódauðlegar. Svo eru auðvitað allir hinir Cola drykkirnir, Coca Cola, Pepsi, Jolly Cola, Sól kóla, Ís kóla, RC cola. Svo auðvitað Egils Maltextrakt þó svo það sé ekki gosdrykkur. En þessi eðaldrykkur hefur Egill framleitt frá árinu 1913. Nú auðvitað eru margir aðrir góðir gosdrykkir sem vantar í þessa upptalningu.

Gos í stað áfengis.

Íslendingar hafa verið gossvelgir í gegnum tíðina. Í blaðinu Austra sem var gefið var út á Seyðisfirði. Mátti lesa auglýsingu frá St.Stefánsyni árið 1896 : "Þegar þið drekkið bjór og brennivín á kvöldi, vaknið þið með timburmenn og vonda samvisku á morgnana; en mínir ilmandi gosdrykkir svala ykkur í sakleysi og einlægni. Margar nýjar tegundir komu nú með "Egill" ".

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Þú ert aldeilis minnugur. Ég var einu sinni spurð að því hvort ég mætti vegna trúar minnar drekka Ginger ale. Fannst það ágætis drykkur ómengaður

Í dag var heimsókn hjá okkur. Systkini okkar frá Eyjólfsstöðum sóttu okkur heim. þau eru búin að búa þar í þrjú ár. Blómlegt starf þar. Þrjár fjölskyldur eiga þar heima í dag. 

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.5.2010 kl. 23:49

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Hæ Rósa mín.

Eins og þú sér hef ég ekkert annað að gera þessa dagana en krota nyður einhverja vitleysu.

Það hefur nú verið gaman að fá krakkana frá Eyjólfssöðum í heimsókn. 

Guð blessi þig.

Kveðja / Jenni

Jens Sigurjónsson, 9.5.2010 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband