5.3.2010 | 21:37
Frú hroki.
Hroki gagnvart þjóðinni og lýðræðinu.
Forustumenn ríkisstjórnar Íslands þau Jóhanna og Steingrímur hafa lýst því yfir að þau munu ekki mæta á kjörstað, Jóhanna segir ennfremur að þessar kosningar séu bara markleysa.
Þetta er yfirlýsing um andstöðu þeirra við stjórnarskránna sem þau sóru eið að, og við lýðræðið, forsetann og Íslensku þjóðina.
Forsætisráðherra í lýðræðisríki ætti nú frekar að hvetja fólk til að nýta sér kosningaréttinn og mæta á kjörstað og sína þannig gott fordæmi og um leið ást sína á lýðræðinu.
Til gamans má geta að Jóhanna hefur talið sig vera einhverskonar lýðræðispostula og komið með 10 misheppnaðar tillögur á Alþingi um þjóðaratkvæðisgreiðslur.
Enginn þingmaður hefur komið oftar með tilögur um þjóðaratkvæðisgreiðslur og Jóhanna.
Svo þegar hún er orðin oddviti framkvæmdavaldsins þá er afstaða þjóðarinnar MARKLEYSA.
Nei svona ríkistjórn sem vill alræði flokksvaldsins á enga samleið með Íslensku þjóðinni.
Þessi ríkisstjórn er stórhættuleg lýðræðinu.
Jóhanna ætti að kynna sér borgaravitund og lýðræðisleg vinnubrögð.
Allavega væri gaman að fá að vita afstöðu hennar til lýðræðisins.
Stjórnunarhættir Jóhönnu eru eins og ef flugfreyja yrði sett í flugstjórasætið og hún hefði ekki hugmynd um hvað hún ætti að gera.
Haldið þið að farþegunum liði vel undir svoleiðis kringumsðæðum ?
Jóhanna Þinn tími kom og fór.
Gerðu þjóðinni og sjálfum þér greiða og segðu af þér á Sunnudaginn.
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Jenni minn
Tek undir hvert orð. Þvílíkur hroki að segja að atkvæðagreiðslan sé markleysa. Skil ekki að hún vilji ekki fara á kjörstað og segja já við Icesave samningunum sínum. Ég aftur á móti segi nei. Annars verðum við í skuldafangelsi hjá Tjöllum og Túlipönunum og þar af leiðandi verðum við að fara í ESB og það er einmitt það sem Jóhanna vill.
"Nei svona ríkistjórn sem vill alræði flokksvaldsins á enga samleið með Íslensku þjóðinni."
Þetta er kommúnisminn. Vill þjóðin virkilega lifa við sömu aðstæður og t.d. Rússar?
Samyrkjubúin eru ofarlega í huga mér. Þar voru bændur teknir af jörðum sínum og settir á samyrkjubú sem átti að skila ríkinu meira en það varð ekki. Fólk missir áhugann ef þau fá ekki að virkja sína athafnasemi að eigin vali.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2010 kl. 23:42
Sæl Rósa mín.
Já þetta er alveg ótrúlegt að Forsætisráðherra í lýðræðisríki gefi frat í þjóðaratkvæðagreiðslu og þar á meðal lýðræðið.
Guð veri með þér og þínum.
Bestu kveðjur / Jenni
Jens Sigurjónsson, 6.3.2010 kl. 01:10
Sammála ég vil sjá afsögn þeirra beggja ekki seinna en á mánudaginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2010 kl. 16:36
Jenni. nú fer codakerfið bráðlega í þjóðaratkvæði,úr því þessi þvæla.en ekki e.s.b.umsóknin fór í atkvæðagreiðslu hjá heimskustu þjóð í heim,sem kaus yfir sig sömu böðlana 4 kjörtímabil.
julius kristjánsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 23:04
Lýst vel á að kvótakerfið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við viljum fá kvótann aftur til þjóðarinnar.
Burtu með spillingu
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2010 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.