Færsluflokkur: Spil og leikir
2.5.2007 | 07:49
Olía
Ósáttir við bensínlækkun.
Atlandsolía sakar gömlu olíufélögin um að gera atlögu að fyrirtækinu, með því að
lækka verð á eldsneyti næst bensínstöðvum fyrirtækisins.
Og á sama tíma lækki þeir ekkert á landsbyggðinni .
Nú er Atlansolía að láta lögfræðinga sína kanna réttarstöðu sína gagnvart þessu
máli segir í tilkynningu frá félaginu.
Er Atlandsolía virkilega ekki enn búið að átta sig á því að það er í harðri samkeppni
við hin félögin á þessum markaði.
Í staðin fyrir að væla og væla ættu menn frekar að spýta í lófana og sækja enn
harðar fram á við og herða á samkeppninni.
Nei Atlansolía virkar sem vælupúki í mínum augum með svona yfirlýsingum að
hinir séu svo vondir við þá og þeir séu lagðir í einelti.
Maður hélt að í svona fyrirtæki væri öflug markaðsdeild sem gerði sér grein
fyrir því að það yrði brattann að sækja gegn gömlu félögunum í þessum slag.