Færsluflokkur: Ferðalög

Ræturnar glötuðust.

Geyserweb
Hvaðan erum við ?
 
Á undanförnum árum hafa árstíðirnar runnið fram hjá okkur. Og svo virðist sem enginn hafi haft nokkurn tíma eða áhuga á því að fylgjast með þeim stórkostlegu litabreytingum þegar vorið tekur við af vetrinum og haustið leysir sumarið af.
Til að mynda þá hafa fréttir af komu lóunnar þótt hálfhallærislegar, og fólk sem talar um komu fuglanna og söng þeirra þykir stór undarlegt.
 
 
Við erum mest og best.
 
 
Svo virðist sem við höfum skammast okkar fyrir að vera Íslendingar, við höfum verið með mikla minnimáttarkennd gagnvart stærri þjóðum.
Til að mynda höfum við haldið því á lofti að við séum ríkust, og að við séum hamingjusömust og alltaf stærst og mest þegar miðað er við höfðatölu í hverju sem er.
Jú og að við værum fjármálaséní sem værum við það að leggja heiminn að fótum okkar.
 
Vöknum.

En nú þegar við gerum okkur grein fyrir því að við erum bara örþjóð sem fólk í alþjóðasamfélaginu tekur lítið mark á í dag og reyndar lítur niður til okkar og telur okkur bara 0 og nix.
Er ekki bara komin tími til og að hægja á ferðinni og hætta þessum rembing og vera bara stolt af því hver við erum og hvaðan við komum ?
Nú er vorið á næsta leiti, tökum vel á móti fallegu farfuglunum og njótum þess sem náttúran býður uppá.
Vakna við fuglasöng á morgnana og sjá grásleppu hanga í hjöllum, jú þá er vorið komið.
 
 
 
Tökum vel á móti vorinu.
 
 
 
 
 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband