Færsluflokkur: Bloggar
18.1.2009 | 02:26
Nú á að gelda landhelgisgæsluna.
Ekki verður landhelgin okkar undir ströngu eftirliti á næstunni.
Og ekki verður öryggi sjófaranda sem og annarra landsmana
upp á marga fiska, þar sem nú á að gelda starfsemi gæslunnar.
Nú er staðan sú að það eru engir peningar til í rekstrinum.
Það á að segja upp allt að 30 starfsmönnum.
Og úthaldsdögum varðskipanna verður fækkað til muna og öllu
flugi verður haldið í lámarki.
Seint á síðasta ári tók landhelgisgæslan við forustuhlutverki North Atlantic Coast Guard Forum.
Að NACGF standa 20 strandríki Norður Atlantshafsins.
Hlutverk gæslunnar var að móta og stýra stefnu þessara samtaka, til dæmis hvað varðar
mengunareftirlit, veiðieftirlit og svo auðvitað björgunarstörf á hafinu.
En nú er forustu okkar í NACGF sennilega lokið vegna bágrar stöðu Landhelgisgæslunnar.
Þetta er að verða auma ástandið hjá okkur þegar við leggjum öryggi okkar að veði.
Hvað verður næst ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2009 | 22:53
Kristján út.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.1.2009 | 21:51
Eiríkur hinn nýji formaður Framsóknar ?
Nú heyrast þær raddir að, fólk í Framsóknarflokknum sé að reyna
að fá Eirík Tómasson prófessor til að skella sér í formannsslaginn.
Ég held að Eiríkur gæti orðið nokkuð góður sem formaður framsóknar.
Hann hefur staðið sig vel í því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur
hingað til, en það er spurning hvernig hann yrði sem leiðtogi.
Eitt er víst að ekki eru þeir kandídatar sem þegar hafa gefið kost á sér
líklegir til afreka sem leiðtogar framsóknar að mínu mati.
Sigmundur og Höskuldur sem formenn nei nei ég er ekki alveg að sjá þá fyrir í djobbið.
Og Páll Magnússon !!!!!! Guð forði Framsóknarflokknum frá slíkum hamförum.
Eiríkur Tómasson er sonur Tómasar Árnasonar fyrrverandi ráðherra framsóknar
og Seðlabankastjóra.
Þannig að hann er vel innvinkaður í Framsóknarflokkinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2009 | 14:02
Góðar fréttir.

![]() |
Enginn lét lífið í sjóslysi árið 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2008 | 14:11
Gleðilegt nýtt ár.
Ég vil óska öllum vinum og vandamönnum nær og fjær til sjávar og sveita farsældar og gleði á nýju ári.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2008 | 13:42
Flugeldar.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.12.2008 | 19:01
Gleðileg Jól.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2008 | 19:01
Henda öllu ruslinu út.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2008 | 18:05
Dagur vonar.

![]() |
Obama kjörinn forseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 21:00
Ljóti drullupollurinn.
Þetta er að verða ljóti drullupollurinn.
Það verður að flýta rannsókn á öllum þessum
ósóma sem hefur átt sér stað innan bankanna.
Og draga þessa fjárglæframenn til saka.
Það virðast ekki hafa verið nein takmörk á ruglinu.
Að fella niður ábyrgðir á tugum miljörðum, hjá
toppum bankans það er alveg magnaður gjörningur.
![]() |
Persónulegar ábyrgðir starfsmanna felldar niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)