Titringur í Kauphöllinni.

peningar Mikill órói í Kauphöllinni.
 
Karlmaður á fimmtugsaldri keypti í morgun hlutabréf að andvirði 120.000 kr. Hlutabréfin greiddi maðurinn með reiðufé.
Starfsmönnum Kauphallarinnar var mjög brugðið, og skapaðist mikil ringulreið í Kauphöllinni.
Ekki fæst uppgefið í hvaða félögum maðurinn keypti.
Greiningardeildir bankanna heldu sameiginlegan fund strax eftir viðskiptin, því þessi þessi hegðun mannsins gengur þvert á allar spár.
 
 

Er Jói heill ?

Johannes,_klippt Samspillingar liðið komið með kvíðakast.
 
Jóhannes Jónsson oft kenndur við Bónus, var í hressilegu viðtali við DV núna um helgina. Jóhannes telur sig geta sjúkdómsgreint fólk, og það kemur berlega fram í þessu viðtali hvað hann hefur mikla andúð á sjúku fólki.
 "Það er veruleikafirring að gera óheilbrigðan mann að ritstjóra Morgunblaðsins"
Jóhannes telur Davíð vera sjúkan og hann vill ekki sjá veikt fólk á vinnumarkaði.
 
Hver er veikur og hver ekki ?
 
Jóhannes ætti að hafa vit á því að halda kjafti og skammast sín, ef einhverir eru óheilbrigður í þessu þjóðfélagi þá eru það feðgarnir í Bónus.
Jói og sonur eru búnir að spyrða nokkrum milljónum í skuld á hvern Íslending, já og finnst það bara í lagi. Þessir aumingjar hafa vaðið yfir allt og alla á skítugum skónum í mörg ár og sjá ekkert athugavert við það.
 
Eftir að Davíð neitaði að taka við 300 millunum sem Baugarnir reyndu að koma á hann, hefur Jói verið í skítkasti við Davíð.
 
Jói er seigur að nota DV ef hann þarf að skvetta skít á einhvern, jú hæg eru heimatökin.
Hver man ekki eftir heilsíðu auglýsingunum í DV þar sem Jói hvatti Sjálfstæðismenn að strika yfir nafn Björns Bjarnarsona. Þar notaði Jói setningu eins og "út með siðspillinguna".
 
Jói kann ekki að skammast sín enda maðurinn mengaður af óheiðarleika.
 
 
 
 
 
 

Djöfsi kátur.

satan1
Allt að fara til fjandans.
 
Lúsífer Kölski, (eða betur þekktur sem Djöfullinn sjálfur,) segist vera tilbúinn fyrir það mikla álag sem mun vera í Helvíti á næstu misserum.
Samkvæmt nýjustu spám er allt að fara til hans þessa dagana.
 
Djöfsi segir að þetta muni verða déskoti mikil uppgrip og að hann reikni með að það verði bara helvíti gaman að fá loksins nóg að gera.
 
 það hefur verið helvíti lítið að gera hjá mér undanfarið sagði Djöfsi, maður hefur verið að stytta sér stundir með því að horfa á gamla Dallas þætti, jú svo hef ég verið aðeins með puttana í gjaldeyrisviðskiptum á milli þess sem ég hef verið að hitta ömmu mína sagði Skrattinn og hló djöfullega, Jú svo má nú ekki gleyma því að útrásarvíkingarnir ykkar hafa verið iðnir við að skemmta mér undanfarin ár. (eins og allir vita hafa útrásarvíkingarnir skemmt Skrattanum duglega undan farin ár.)
Jæja nú er best að fara og kynda kofann hressilega upp sagði Djöfsi og hvarf á braut.
 
 
Ég er enn að bulla.

Já mörgum er skemmt.

Trúleysingi finnur Guð.
 
 
Jafet Pétursson trúleysingi og spákaupmaður, hitti fyrir algera tilviljun í morgun á sinni daglegri morgungöngu, Guð föður almáttugan. ( betur þekktan sem skapara himins og jarðar.)
Jafet sem að vonum var mjög undrandi, sagðist ekki í fyrstu hafa trúað því að þetta væri Guð.(dööö enda trúleysingi.)
En eftir að Guð hafði sýnt honum nokkur töfrabrögð eins og til dæmis skapað lítið fleygt nagdýr.
Þá efaðist Jafet ekki meir. 
Jafet sagði að Guð væri þægilegur og alþýðlegur náungi, já og sem meira er hann er örvhentur, svo ekki einu sinni Guð er fullkominn.
En það sem kom Jafet mest á óvart að Guð var að lesa sunnudags Morgunblaðið og virtist líka vel innihald blaðsins.
Svo það er ekki bara Skrattanum sem er skemmt yfir því að Davíð sé kominn á Moggann.
 
Meira bullið í mér.
 
 
 

Tungumálanámskeið fyrir stjórmálamenn.

BackToSchoolCrayons Nú hefur heyrst að gerð verði krafa um lágmarks kunnáttu þingmanna í erlendum tungumálum.

Þessi krafa kemur í kjölfarið á hinu fræga viðtali þeirra Árna M. Mathiesen og hins viðkunnuglega fjármálaráðherra Englendinga Mr Darling. Í viðtalinu kom greinilega fram að fjármálaráðherra Íslands kunni ekkert í ensku, sem þykir ansi bagalegt þegar verið er að ræða viðkvæm mál sem snerta þjóðaröryggi.

Eins hefur komið í ljós að forsætisráðherrann okkar getur ekki komið frá sér einni setningu á erlendu tungumáli. Forsætisráðherrann er fyrrverandi flugfreyja og þykir það alveg með ólíkindum að hún skyldi geta starfað sem slík án nokkurra tungumála þekkingar. Einnig þykir alveg ótrúlegt að okkar fyrrverandi fjármálaráðherra skuli hafa tilskilin réttindi til að stunda dýralækningar á nokkurra þekkingar á erlendum tungumálum, því dýralækningarnám fer fram erlendis. En því er haldið fram að hann hafi fengið pappírana í cheerios eða cocoa puffs pakka.

 

 

PS. smá djók.


Gjaldþrotaviðskipti.

1bankruptcyLéttum á áhyggjunum.
 
Nú er orðið ansi vinsælt  hjá hinum almenna borgara á Íslandi að fara í svo kölluð gjaldþrotaviðskipti.
Þannig létta menn á áhyggjum hvers annars.
 
Hvað eru gjaldþrotaviðskipti ?
 
Jú gjaldþrotaviðskipti njóta sívaxandi vinsælda meðal hins almenna borgara í landinu.
Fólk einfaldlega skiptist á gjaldþrotum, tekur yfir skuldir í búum hvers annars.
Þetta er alveg kjörin leið til að minnka stressið og sársaukann sem gjaldþrotið veldur.
Því með svona gjörningi situr þú í gjaldþrotabúi sem þú þekkir ekki neitt og hefur engar persónulegar taugar til.
 
 
 
 
 

Skömmtunarseðlar.

 Ég yrði ekki hissa á því að sjá svona eða álíka seðla koma í umferð aftur
í þeirri haftastefnu sem nú er ríkjandi í stjórn VG og Samfylkingarinnar.
 
 
ImageHandler

Leyndarhyggja skal það vera.

rvk.johanna.200 Er Jóhanna endanlega búin að tapa sér ?
 
 Það er alveg ótrúlegt að horfa upp á vitleysisganginn í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, nú veður hún um eins og grenjandi ljón og sakar stjórnarandstöðuna um trúnaðarbrest.
Hún ætlar að endurskoða samstarf sitt við stjórnarandstöðuna, því að hún hafi rofið trúnað með því að ræða hollensku og bresku Icesave-svörin opinberlega.
 
Fylgist forsætisráðherrann ekkert með ?
 
Efnislegir þættir í svörum Breta og Hollendinga voru kynntir af stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar þar á meðal Björgvini G. Sigurðssyni þingflokksformanni Samfylkingarinnar.
 
Leyndarhyggjan.
 
Jóhanna hefur í sinni stjórnartíð aðhyllst  einhverskonar leyndarhyggju, þar að segja hún vill að almenningur fái sem minnstar eða helst engar upplýsingar um hvað er að gerast í málum þjóðarinnar, hún lætur eins og engum komi neitt við.
Og nú vill hún að stjórnarandstaðan stundi sömu leyndarhyggjuna og ræði undir engum kringumstæðum efnahagsmál þjóðarinnar opinberlega.
 
P.S.
Ég er svo sem ekkert hissa á allri vitleysunni sem kemur frá Jóhönnu þessa dagana.
Að vera með Einar Karl Haraldsson sem upplýsingarfulltrúa.
Og ekki batnar það að hafa Hrannar B. Arnarson sem aðstoðarmann.
 

mbl.is Hafna því að hafa rofið trúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna þinn tími er liðinn.

rvk.johanna.200 Þetta er ótrúleg framkoma.
 
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur hafnað ósk Egils Helgasonar um að hún mætti í Silfrið og sitji þar fyrir svörum um þjóðmálin.
 
Þetta er alveg ótrúleg framkoma, sjálfur landshöfðinginn getur ekki komið fram og rætt við örvæntinga fulla þjóð sína.
 
Pínlegt.
 
Jóhanna ræður ekki við hlutverkið hún virðist ekki hafa vit né þekkingu á því að tala um efnahagsvanda Íslands hvorki við innlenda né erlenda fréttamenn.
Þessir fundir hennar í Þjóðmenningarhúsinu eru orðnir ansi pínlegir.
 
Hvar eru bjargráðin ? Hvar er skjaldborgin ?
 
Hvers vegna afgreiðir AGS ekki lánið sem átti að koma í júní og nú er Seðlabankinn tómur og enginn gjaldeyrisforði í landinu þannig að fyrirtæki og bæjarfélög landsins eru að fara á hausinn hvert á fætur öðru.
Og allt virðist vera í góðu lagi hjá "flugfreyjunni" engin ástæða til að ræða við þjóðina.
 
Jóhanna er þessi framkoma þín dæmi um opna stjórnsýslu, gegnsæi, eða allt upp á borðið ?
 
 P.S.
Síðan held ég að það kunni ekki góðri lukku að stýra að hafa mann eins og Hrannar B. Arnarson sem aðstoðarmann.
 
 
 
 
 
 
 
 

Eplið og eikin.

"Sjaldan falla afborganir langt frá lántakandanum".
 
 
Nema í tilfelli Bjarna Ármannssonar, Icesave og nokkurra útrásarvíkinga.
 
bjarni_rmannsson
Bjarni segir að það sé óábyrgt 
og illa farið með fé að borga skuldirnar sínar.
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband