11.3.2010 | 23:43
Svarið.
Við vonum alltaf að einhver annar viti svarið,
að einhver annar staður verði betri,
að á annarri stundu muni allt fara vel.
En þetta er allt.
Enginn annar veit svarið.
Enginn annar staður verður betri,
og allt er þegar farið.
Í innsta eðli þínu
er svarið;
þú veist hver þú ert
og veist hvað þú vilt.
(Laó-Tse 6. Öld f. Krist)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2010 | 22:19
Virðing.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2010 | 18:18
Ræturnar glötuðust.

Hvaðan erum við ?
Til að mynda þá hafa fréttir af komu lóunnar þótt hálfhallærislegar, og fólk sem talar um komu fuglanna og söng þeirra þykir stór undarlegt.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2010 | 21:37
Frú hroki.

![]() |
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.2.2010 | 18:25
Dapururlegt yfirklór.
''Efnahagshrunið engum að kenna nema frjálshyggjustefnu Sjálsæðisflokksins''
Svona tekur fyrrum formaður Samfylkingarinnar og Utanríkisráðherra til orða í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar.
Heldur þessi froðusnakkari að þjóðin hafi gullfiskaminni ?
Fór ekki þessi hetja í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir kossinn fræga á Þingvöllum ?
Var ekki Samfylkingin í ríkisstjórn í 18 mánuði fyrir hrunið og Ingibjörg ráðherra í þeirri stjórn ?
Var samfylkingin ekki með bankanna og viðskiptin á sinni könnu í því samstarfi ?
Var ekki formaður stjórnar FME Samfylkingarmaður ?
Var ekki Ingibjörg gjammandi í kaupmannahöfn 2008 til þess að reyna sannfæra alla um að Íslenska hagkerfið og bankarnir stæðu traustum fótum ?
Staðreyndin er sú að Ingibjörg lét hafa sig að fífli, og nokkrir af hörðustu skúrkunum í liði útrásarvíkinganna gerðu út á hatur hennar gegn Davíð, og spiluðu á hana eins og hljóðfæri.
Þessi hetja svaf þyrnirósasvefni á vaktinni á meðan þjóðin sigldi hraðbyr í gjaldþrot.
Hún var jú að dudda í gæluverkefninu sínu sem kostaði almenning minnst 500 millur kr. Þetta var hin heimskulega hugmynd að við gætum komist inn í öryggisráðið.
Ingibjörg farðu nú að hafa vit á því að þegja og reyndu að skammast þín.
Vitringarnir tveir, báðir jafn vitlausir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2010 | 00:50
Smokkurinn og stjórnin.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2009 | 20:47
Er 1. apríl í dag ?
Alltaf sami skíturinn og spillingin.
Hvað er eiginlega í gangi ? Eru Grána gamla og Skallagrímur endanlega gengin af göflunum ?.
Að ráða Jón Sigurðsson (samfylkingarmann) sem stjórnarformann Íslandsbanka er einhver sú ógeðslegasta pólitíska ráðning sem gerð hefur verið. Hvað er næst verður Ingibjörg Sólrún (sem Brussel hafnaði) ráðin stjóri hjá Arjon Banka og Björgvin G. ráðin yfir Landsbankanum ?
Þetta er brandari, SKUSSINN sem var stjórnaformaður FME og lagði blessun sína yfir Icesave, er verðlaunaður með því að gera hann að stjórnaformanni í nýjum banka.
Þetta er viðbjóður,
![]() |
Ný stjórn Íslandsbanka skipuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.12.2009 | 20:35
Gleðileg jól.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2009 | 17:24
Hver er munurinn á kúk og skít ?
Gylfi á villigötum.
Gylfi Arnbjörnsson virðist ekki hafa hugmynd hvar hann er staddur í tilverunni. Er hann ekki forseti ASÍ eða er hann talsmaður Baugsfjölskyldunnar ?
Gylfi segir mikinn mun vera á Jóni Ásgeiri og Björgólfi Thor.
Gylfi er að mæra Jón Ásgeir, sem kemur kannski ekki á óvart þar sem hann er innmúraður í samspillinguna. Gylfi ætti nú frekar að beina kröftum sínum í að vinna fyrir alþýðu þessa lands eins og hann var kosin til. Veit Gylfi ekki að það er verið að hækka skattana á alþýðufólkið veit Gylfi ekki að virðisaukaskatturinn fór í 25,5% í dag ? Gylfi vaknaðu og taktu upp hanskann fyrir Alþýðu þessa lands en ekki vera að mæra þá sem eru Þjóðinni verstir.
Gylfi það er enginn munur á kúk og skít.
Tap Jón Ásgeirs sem fellur á þjóðina er um 1100 miljarðar.
Jón Ásgeir hefur verið í Íslensku viðskiptalífi í 20 ár.
20 X 52 vikur.
Sem gera 1040 vikur.
Semsagt Jón Ásgeir hefur kostað Íslenska alþýðu um miljarð á viku í 20 ár.
Já miljarð á viku í 20 ár.
Og þessi vesalingur gat ekki einu sinni borgað sitt eigið brúðkaup.
![]() |
Munur á Björgólfi og Högum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2009 | 00:42
Verið góð við dýrin.
Maðurinn biður bæna til síns herra.En ætli blessuð dýrin biðji bæna til síns herra ?
Ég sá þessa grein í gömlu blaði, en bætti inn myndum.
Almanak Þjóðvinafélagsins 1911 - Tryggvi Gunnarsson
Mynd eftir Raymond Rafn Cartwright
BÆN HESTANNA Gefðu mér fóður svo ég sé ekki svangur, og vatn þegar ég er þyrstur. Mundu eftir því, að nú eru víða á þjóðvegum komnar brýr yfir ár og læki, svo að nú get ég ekki fengið að drekka á ferðalagi eins oft og áður. Ljáðu mér hús og sæmilega hirðingu, svo að ég þurfi ekki að standa úti í vetrarfrostum og jarðleysum. Berðu mig ekki. Þegar ég er að bera þig eða þína muni þá skil ég ekki, hvers vegna þú ert að berja mig. Mér finnst ég vilja þóknast þér í öllu, sem ég get. Sjáðu um það, að ekki sé kippt illmannlega í taumana eða látin upp í mig frosin beislismélin á vetrardag, þegar ég er beislaður.- Láttu mig ekki ganga berfættan á grýttum vegi eða svellalögum á vetrardegi. Legg þú ekki þyngri byrðar á mig en ég get borið. Hnýttu hvorki hestum né nautum í tagl mitt, slíkt hefur oft kvalið mig og þreytt. Þrýstu mér ekki til að hlaupa hraðara en ég get, og umfram allt, lánaðu mig ekki ungum reiðgöpum eða fyllirútum. Lofaðu mér að hvíla mig þegar ég er mjög þreyttur, eða er bólginn eða með sár undan reiðverum. Allt, sem ég get unnið skal ég vinna fyrir þig með glöðu geði, einkum ef þú sýnir dálitla viðkvæmni og blíðu. Og þó þú berjir mig og sýnir mér illhryssingshátt, þá skal ég samt vinna fyrir þig með góðu, ef þú ekki á endanum selur mig, þegar ég er orðinn gamall og heilsulítill til ókunnra manna í ókunna átthaga. Styttu miklu heldur líf mitt þannig, að ég sem minnst viti af því, þegar þér virðist að ég geti ekki unnið fyrir uppeldi mínu. Þú veist, að ég get ekki talað svo þú skiljir mig, en láttu mig ekki gjalda þess.
BÆN HUNDANNA Lofaðu mér að fylgja þér, hvert sem þú fer, þó þú stundum skammir mig og berjir, þá hefi ég nú fengið svo mikla tryggð til þín, að ég hefi enga ró þegar ég sé þig ekki, þú ert sá eini í heiminum, sem mér þykir vænt um. Lokaðu mig því ekki inni þegar þú fer eitthvað, og skildu mig ekki eftir á ferðalagi. Gerðu mér aðvart þegar þú fer af stað. Það er óbærilegt, þegar ég leita að þér á ókunnum stað og finn ekki. Reiddu mig yfir ár og eggjagrjót, svo að ég geti fylgt þér á langri leið. Ég vil vinna til að vera svangur og magur, ef ég fæ aðeins að vera hjá þér og njóta blíðu og nákvæmni þinnar. Skammir og högg særa mig einkum þegar mér finnst ég vera saklaus, eða skil ekki fyrir hvað ég á að líða þetta. Ég skal reyna að vinna ekki til þess. Þó ég geti ekki talað, þá getur þú séð í augum mínum hugsanir mínar.
Verum góð við dýrin.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)