Skyri formaður bullar og bullar.

is%7DindHvað er Bjarni að bulla ?

Bjarni talar um að ný kynslóð sé tekin við stjórnartaumunum hjá Sjálfstæðisflokknum og henni sé treyst til verks.

Er Þorgerður Katrín í þessari nýju kynslóð ? Ég veit ekki betur en að Þorgerður Katrín hafi verið varaformaður flokksins undan farin ár. Og svo mikið er víst þó svo flokkurinn treysti henni þá gerið stór hluti þjóðarinnar það ekki. Ég er gáttaður á því að landsfundurinn hafi ekki farið fram á að hún kæmi með skýringar á kúluláninu sem þau hjónin tóku hjá Kaupþingi, og upplýsi okkur um hvort þau borgi lánið eða þjóðin.

Bjarni er komin af þessari svo kallaðri frjálshyggju kynslóð sem setti landið okkar á hausinn. Er það kynslóðin sem bjargar hlutunum ? Ísland hefur farið mjög flatt á þessari ungliða dýrkun, ungliðarnir settu landið á hliðina. Hverjir muna ekki eftir litlu strákunum í bankastjórastólunum og litlu víkingunum. Er þetta liðið sem SKYRI FORMAÐUR á við ?

Ég held að það hefði verið nær að kalla til eldri og reyndari menn til að leiða þjóðina út úr þessum þrengingum. Samfylkingin velur löggillt gamalmenni til forustu og VG er ekkert að yngja upp. Það eru hefðir fyrir því í Evrópu að stjórnmálamenn sem voru sestir í helgan stein voru kallaðir til á erfiðum tímum, dæmi um það eru Adenauer í Þýskalandi, Churchill í Bretlandi og De Gaulle í Frakklandi.

Ég held að Sjálfstæðisflokkunin hafi dæmt sig í stjórnarandstöðu með því að samþykkja Þorgerði Katrínu sem varaformann, en ég vona að Skyri komi til með að standa sig vel sem formaður en hann verður að hætta þessu bulli með þetta kynslóðar kjaftæði.


mbl.is Nýrri kynslóð treyst til verks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Jenni

 Þú flokkar Bjarna nú ekki undar að vera frjálshyggjumann. Bjarni og Illugi skirfuðu greinar í blöð hér í vor, þar sem fram kom gagnrýni á efnahagstefnu síðustu ríkistjórnar. Hann hefur kjark, en líka talsverða reynslu. Fyrst og fremst málefnalegur stjórnmálamaður.

Sigurður Þorsteinsson, 30.3.2009 kl. 08:12

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jenni minn

Ég er sammála þér. Mér líst ekkert á forustusveit Sjálfstæðisflokksins.

Hér snjóar og snjóar. Búið að aflýsa skólanum og ekkert byrjað að ryðja í bænum. Það á að draga úr þessu um hádegi. Þetta minnir á jólin þegar trén eru að svigna undan nýföllnum snjó. Þetta er ekki 1 aprílgabb nú í lok mars!!

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.3.2009 kl. 09:07

3 identicon

Það er enn sama klíkan sem stjórnar Sjálfstæðisflokknum og reyndar rétt þegar Bjarni sagði að það hefðu orðið kynslóðaskipti, já Björn Bjarna fór úr klíkunni og Bjarni settist í stólinn hans. Þannig verður viðhaldið kliku kolkrabbans og engeyjarættinni borgið. Þetta lið hefur vaðið í sælgætiskrukku lansmanna allt of lengi og hreint út sagt óþolandi að fólk skuli ekki sjá þetta.

Valsól (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:12

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Siggi minn. Bjarni segir að það hafi orðið kynslóðaskipti í flokknum, nú Þorgerður og Bjarni teljast til sömu kynslóðar, það er eimmitt þessi aldurshópur sem kenndur er svo sterklega við frjálshyggjuna. það getur verið að Bjarni hafi ekki verið talsmaður frjálshyggjunnar opinberlega, en hann hefur fylgt frjálshyggjustefnunni.

Sæl Rósa. Ég er alveg hundsvektur yfir því að Þorgerður Katrín sé enn varaformaður, flokurinn hefur í mínum augum algerlega misst allt sem kallast gott siðferði. Veðrið lagast eftir Páska.

Það er margt til í því sem þú ert að segja Valsól.

Jens Sigurjónsson, 30.3.2009 kl. 16:09

5 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já nú er kominn upp staðan hjá Íhaldinu að lögfræðiherdeildin er búin að koma sér vel fyrir,á næsta þingi munu Birgir,Sigurður Kári og þesslíkir í skjóli Bjarna ná fram hefndum.

Það verður sjálfsagt veisla hjá lögfræðingum landsins þegar þeir komast í öll nauðungaruppboðin sem eru væntanleg hjá stórum hluta landsmanna.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 31.3.2009 kl. 07:49

6 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Úlli.

Það er alveg til skammar að menn eins og Birgir og Sigurður Kári skulu sitja á hinu háa Alþingi. Þessir bjánar hafa ekki gert nokurn skapaðan hlut að viti síðan þeir settust á þing.

Jens Sigurjónsson, 31.3.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband