Erfitt að fyrirgefa.

Það eru margir sem eru reiðir út í þá sem bera ábyrgðina á bankahruninu og þeirri óráðsíu sem hefur ríkt á landinu undanfarin ár, og er það ekkert skrítið, og sumt fólk á erfitt með að fyrirgefa og jafnvel sumir geta það bara alls ekki.

Þá er gott að lesa eitthvað gott. þennan texta fann í hinni stórgóðu bók "Ég hef augu mín til fjalla" sem er eftir Sigurbörn Þorkelsson. En ég bætti inn nokkrum myndum.

jesu2b

Pétur gekk til Jesú og spurði:

"Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum,
ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum?"

Jesús svaraði:

"Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu og sjö sinnum.
Því að líkt er um himnaríki og konung,
sem vildi láta þjóna sína gjöra skil.
Hann hóf reikningsskilin, og var færður til hans maður,
er skuldaði tíu þúsund talentur.
Sá gat ekkert borgað, og bauð konungur þá,
að hann skyldi seldur ásamt konu og börnum
og öllu, sem hann átti, til lúkningar skuldinni.
Þá féll þjónninn til fóta honum og sagði:
"Haf biðlund við mig, og ég mun borga þér allt."
Og herra þjónsins kenndi í brjósti um hann,
lét hann lausan og gaf honum upp skuldina.
Þegar þjónn þessi kom út, hitti hann einn samþjón sinn,
sem skuldaði honum hundrað denara.
Hann greip hann, tók fyrir kverkar honum og sagði:
"Borga það, sem þú skuldar!"
Samþjónn hans féll þá til fóta honum og bað hann:
"Haf biðlund við mig, og ég mun borga þér."
En hann vildi ekki, heldur fór og lét varpa honum í fangelsi,
uns hann hafði borgað skuldina.
Þegar samþjónar hans sáu, hvað orðið var,
urðu þeir mjög hryggir
og sögðu herra sínum allt, sem gjörst hafði.
Konungurinn kallar þá þjóninn fyrir sig og segir við hann:
"Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp, af því að þú baðst mig.
Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum,
eins og ég miskunnaði þér?"
Og konungurinn varð reiður og afhenti hann böðlunum,
uns hann hafði goldið allt, sem hann skuldaði honum.

Þannig mun og faðir minn himneskur gjöra við yður,
nema hver og einn yðar fyrirgefi af hjarta bróður sínum.
(Matteus 18:21-35)

Jesus-dies-on-cross-prose


Jesús sagði á krossinum:
Faðir fyrigef þeim,
því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra.
(Lúkas 23:34)


Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni,
heldur það eitt, sem er til uppbyggingar,
þar sem þörf gjörist,
til þess að það verði til góðs þeim, sem heyra.
Hryggið ekki Guðs heilaga anda,
sem þér eruð innsiglaðir með til endurlausnardagsins.
Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði,
hávaða og lastmæli
vera fjarlægt yður og alla mannvonsku yfirleitt.
Verið góðviljaðir hver við annan,
miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum,
eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður.
(Efesusbréfið 4:29-32)

hug1

Verum góð við hvort annað og þá verður lífið miklu skemmtilegra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Hjaltalín

Sæll.

Ég vil þakka þér fyrir hreint frábæran boðskap þarna

megir þú og fjölskylda þín vera Guði falinn.

Eygló Hjaltalín, 17.3.2009 kl. 19:50

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Magnaður texti, getum við fyrirgefið eða myndum við bregðast við eins og sá sem fékk frest að borga skuld sína og hitti svo mann sem skuldaði honum og brást honum. 

Jesús hefur fyrirgefið okkur aftur og aftur en hvað gerum við ef einhver gerir á hlut okkar????

Megi almáttugur Guð hjálpa okkur að breyta rétt.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2009 kl. 20:03

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður pistill hjá þér

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.3.2009 kl. 21:14

4 identicon

Sæll Jenni.

Þetta er góð ábending og á ekki síður við mig en aðra.

Takk fyrir.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 02:07

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Eygló gaman að hitta þig hérna á blogginu og takk fyrir að bjóða mér bloggvináttu.

Hæ Rósa mín, það er rétt hjá þér Jesús er alltaf að fyrirgefa okkur, og við ætlum líka að fyrirgefa,  því þá líður okkur svo mikið betur.

Hæ Guðrún takk fyrir.

Sæll Þórarinn.  Þetta á svo sannarlega við mig þessa dagana svo mikið er víst.

Guð blessi ykkur

Bestu kveðjur Jenni

Jens Sigurjónsson, 18.3.2009 kl. 02:25

6 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Þessi orð eiga svo sannarlega við í dag, og reyndar alla daga. Við verðum að gæta tungu okkar og hjarta. Fyrirgefa og uppörva hvort annað með því að tala líf til hvors annars og halda tungu okkar frá því að tala dauða.

Unnur Arna Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 08:50

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Unnur.

Já mikið rétt við verðum að passa tunguna okkar vel og tala líf.

Jens Sigurjónsson, 18.3.2009 kl. 11:41

8 Smámynd: Mofi

Mjög falleg færsla, takk Jens!

Mofi, 20.3.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband