Smá lærdómur.

sidir_hnappur

 Að festa hnapp eða tölu.

Krafa nútímans er sú að herramenn séu sjálfbjarga um hvaðeina er viðkemur persónulegu hreinlæti og snyrtimennsku. Nútímamaðurinn hnýtir sitt eigið hálsbindi, burstar skó sína og straujar jafnvel skyrtur ef svo ber undir. Afar mikilvægt er einnig að herramenn geti brugðist rétt við bráðatilfellum á borð við lausa tölu.

Takið mið af meðfylgjandi mynd og fylgið eftirfarandi leiðbeiningum:

1. Þræðið tvöfaldan tvinna gegnum nálaraugað. Hnýtið fyrir endann. Saumið stutt spor hægra megin við töluna. Og svo annað spor á sama stað. Athugið að mikilvægt er að velja réttan lit á tvinna. Ekki gengur t.d. að sauma hvíta tölu á hvíta skyrtu með rauðum tvinna - slíkt er vitaskuld fáránlegt.

2. Þræðið nálina og tvinnann gegnum fyrsta gatið í hnappnum - Arnargatið, en eins og flestir vita eru götin í hnappnum nefnd eftir landvættunum: Arnargat, Drekagat, Nautgat og Risagat. Miðjusetjið hnappinn yfir fyrsta spori (meyjarspori). Stingið nálinni í næsta gat(Drekagat), alla leið gegnum efnið og dragið tvinnann í gegn.

3. Stingið tannstöngli, nál ellegar prjóni milli tvinna og hnapps og útbúið þannig spúnlykkju. Saumið tvö til þrjú spor gegnum hvert gat.

4. Dragið nálina (og tvinnann) undir hnappinn hægra megin. Fjarlægið tannstöngul, nál ellegar prjón.

5. Snúið tvinnanum tvisvar til þrisvar kringum hnappsporin til að útbúa boðlykkju.

6. Gangið frá tvinnanum undir efninu með því að hnýta endann eða taka nokkur smærri saumaspor.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Kannski að ég læri nú að festa á tölu :-)

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.5.2010 kl. 23:50

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Aldrei of seint að læra Rósa mín

Jens Sigurjónsson, 9.5.2010 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband